Nýtt kerfi fyrir magnmælingar sítenginga
Snerpa er nú að taka í notkun nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir mælingu á sítengisamböndum. Hingað til hafa ADSL-notendur ekki haft aðgang að mælingum á daglegri notkun sinni þar sem eldra kerfið sem við notuðum var mjög óhandhægt og þurfti jafnan að yfirfara mælingar úr því fyrir hver mánaðamót.