Fréttir

24. júlí 2002

Snerpa kynnir nýja gjaldskrá fyrir ADSL

Snerpa hefur nú gert breytingar á gjaldskrá sinni fyrir ADSL-sambönd. Gjaldskráin gildir einnig fyrir ISDNplús og Internet um breiðband. ISDNplús er fáanlegt um allt land en IuB er eingöngu fáanlegt á afmörkuðum svæðum í Reykjavík.


10. júlí 2002

Nýtt kerfi fyrir magnmælingar sítenginga

Snerpa er nú að taka í notkun nýtt hugbúnaðarkerfi fyrir mælingu á sítengisamböndum. Hingað til hafa ADSL-notendur ekki haft aðgang að mælingum á daglegri notkun sinni þar sem eldra kerfið sem við notuðum var mjög óhandhægt og þurfti jafnan að yfirfara mælingar úr því fyrir hver mánaðamót.


27. júní 2002

ISDN+

Snerpa býður nú upp á nýja þjónustu sem kallast ISDN+. Þessi þjónusta er lághraða sítenging sem er fáanleg um allt land, og er álitlegur valkostur fyrir þá sem ekki eiga kost á ADSL tengingu eða þar sem notkun er stöðug og símakostnaður þ.a.l. hár.



Upp