Nýjar þjónustur kynntar - Loftnet og ADSL
Eftir sameiningu Snerpu og Vestmarks undir nafni Snerpu hefur verið unnið að því að samræma tæknilegar lausnir á starfsemi fyrirtækjanna. Eitt af þeim verkefnum sem í gangi eru, er uppsetning örbylgjusenda fyrir gagnaflutninga. Það verkefni er vel á veg komið og eru nú þegar komnir inn nokkrir notendur í það kerfi. Þá er einnig unnið að uppsetningu á ADSL-þjónustu fyrir viðskiptavini Snerpu.