Prentþjónusta á vefnum.
Í sl. viku undirrituðu Samskipti í Reykjavík og Snerpa á Ísafirði samning um afnot Samskipta á INform upplýsingakerfi Snerpu ásamt forritun á sérlausnum fyrir Samskipti. Snerpa hannar og skrifar þessar sérlausnir í samráði við Samskipti. Hugbúnaðurinn verður notaður af viðskiptavinum Samskipta á tvennan hátt, annarsvegar til þess að senda stafræn skjöl í prentun og hinsvegar til að panta prentun gagna sem varðveitt eru í gagnabanka Samskipta.