Heitur reitur á Ísafirði
Tölvuþjónustan Snerpa á Ísafirði hefur sett upp til reynslu fyrsta heita reitinn á Ísafirði og er hann á veitingahúsinu Langa Manga.
Tölvuþjónustan Snerpa á Ísafirði hefur sett upp til reynslu fyrsta heita reitinn á Ísafirði og er hann á veitingahúsinu Langa Manga.
Nú er tækifærið! Sítengdir netnotendur Snerpu fá þrefalt niðurhal í júlí í tilefni af því að Snerpa er nú að ljúka við tengingar á Reykhólum en að þeim loknum geta netnotendur á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum tengst Snerpu með sítengingu, annað hvort á örbylgjuneti Snerpu eða með ADSL.
Undanfarna daga hefur aukist mjög dreifing á tölvuorminum Sober.G og vegna þess hefur álag á tölvupósthús og veiruvarnir aukist mjög mikið.
Nú hafa Bílddælingar bæst í hóp þeirra sem tengst geta örbylgjuneti Snerpu. Uppsetning búnaðar á Bíldudal hófst sl. föstudag og í gær var tengd leigulína frá Snerpu á Ísafirði og komust Bílddælingar þar með í háhraðasamband við Internetið.
Í dag kl. 15 opnaði Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Ísafjarðarbæ, formlega nýtt og stærra netsamband á milli Ísafjarðar og Flateyrar. Þetta samband tengir sítengda netnotendur á Flateyri við Internetið.
INmobil tölvupóstkerfið er sértæk lausn fyrir sjófarendur sem m.a. getur nýtt lág- og háhraða fjarskiptakerfi til tölvupóstsendinga á afar hagkvæman hátt.