Fréttir

13. júlí 2004

Þrefalt niðurhal í júlí

Nú er tækifærið! Sítengdir netnotendur Snerpu fá þrefalt niðurhal í júlí í tilefni af því að Snerpa er nú að ljúka við tengingar á Reykhólum en að þeim loknum geta netnotendur á öllum þéttbýlisstöðum á Vestfjörðum tengst Snerpu með sítengingu, annað hvort á örbylgjuneti Snerpu eða með ADSL.


27. maí 2004

Örbylgjunet opnað á Bíldudal

Nú hafa Bílddælingar bæst í hóp þeirra sem tengst geta örbylgjuneti Snerpu. Uppsetning búnaðar á Bíldudal hófst sl. föstudag og í gær var tengd leigulína frá Snerpu á Ísafirði og komust Bílddælingar þar með í háhraðasamband við Internetið.


13. apríl 2004

Örbylgjunet á Þórshöfn

Snerpa hefur nú opnað örbylgjunetið á Þórshöfn. Byrjað var á uppsetningu á þriðjudaginn í síðustu viku og hafa um þrjátíu notendur nú þegar skráð sig fyrir þjónustunni. Sendimastrið er staðsett á félagsheimilinu Þórsveri.



Upp