Fréttir

11. september 2003

Nýr galli í Windows stýrikerfum

Uppgötvast hafa þrír stórir öryggisgallar í Windows. Allar útgáfur nema Millenium (Me) þarf að uppfæra sem fyrst með öryggisuppfærslu, þar sem gallinn er mjög alvarlegur og gerir m.a. óviðkomandi mögulegt að taka yfir stjórn á Windows vélum sem eru tengdar Netinu ef öryggisuppfærslan hefur ekki verið gerð.


21. ágúst 2003

Truflanir í póstsamskiptum

Vegna veirufaraldurs sem braust út í gær og stendur enn yfir, þá standa yfir truflanir á póstsamskiptum hjá mörgum af stærri netþjónustum landsins og líklega erlendis einnig. Þetta er vegna þess gífurlega álags sem veirufaraldurinn veldur.


21. ágúst 2003

RPC galli í Windows stýrikerfum

Skæður tölvuormur sem gengur undir nafninu W32/Msblast.A en einnig þekktur sem Blaster eða LoveSan hefur verið að sýkja tölvur um allan heim.


22. júlí 2003

Ruslpóstvarnir hertar

Vegna töluvert aukins magns af ruslpósti undanfarið höfum við ákveðið að herða ruslpóstvarnir okkar verulega.


18. júní 2003

Magnmæling á proxyþjóni

Proxyþjónn er þjónusta sem sér um að sækja vefsíður fyrir notendur út á Netið. Þetta getur sparað mikinn tíma og aukið afköst á Netinu.



Upp