Af litlum neista
Oft má finna atvik smátt sem orsök nýrra kynna
Það markar oft þá meginátt
sem mannsins örlög þráðinn spinna
Sígarettu hafði hann í hendi milli fingra sinna
en eldspýturnar eigi fann,
þær einhversstaðar varð að finna
Ástin er eins og sinueldur.
Ástin er segulstál.
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Ástin er eins og hvítigaldur,
gagntekur líkama’ og sál.
Af litlum neista verður oft mikið bál.
Brátt hann leit á bjarta mey við borð í salnum aðeins innar.
Hann óðamála sagði ókey!
Hún er yndisfögur með rjóðar kinnar.
Hann slátt í brjósti sínu kenndi er sá hann þessa fögru snót
Og beina leið á borðið renndi
með bros á vör og hljóp við fót
Ástin er eins og sinueldur...
En ekki bara eld á spýtu einan fékk hjá snótinni.
Því sjá þar mátti svart á hvítu
hvað skein frá hjartarótinni.
Nú boga amors englar spenntu, örvahríðin óx nú fljótt.
Í hvolf og gátt þær hiklaust lentu,
já, himnahersveit brást við skjótt.
Ástin er eins og sinueldur...
Höfundar: Guðmundur Ingólfsson og Magnús Haraldsson