Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Þegar hnígur húm að Þorra

Þegar hnígur húm að Þorra,
oft ég hygg til feðra vorra,
:,:og þá fyrst og fremst til Snorra.
sem framdi Háttatal.:,:

Áður sat hann skýr at Skúla,
og þar skálda lét sinn túla,
:,:bæði' um hann og Hákon fúla,
sem hirti frelsi vort.:,:

Fögur knáttu gullker geiga,
sem að gaman væri' að eiga,
:,:full af safa sætra veiga,
er sveif á alla drótt.:,:

Snorri kallinn kunni' að svalla,
og að kæta rekka snjalla,
:,:þegar húmi tók að halla
í höllu Skúla jarls.:,:

Og hann þoldi þreyta bögur,
og að þylja fornar sögur,
:,: já, allt fram til klukkan fjögur
þá fór hann í sitt ból.:,:

Björn M. Olsen / Hannes Hafstein