Sofðu litla lýra
Sofðu litla lýra
þér líður betur þá
þeir sem vilja vaka
verða að syrgja og þrá.
Hélt hún ekki á blómum
í hvítri og mjúkri hönd
og lagði um barminn ljósa
litfríð silki bönd.
Svo að litla hjartað
sofið gæti rótt
dreymdi fagra drauma
dreymdi aldrei ljótt.
En breiðu silki böndin
biluðu á sömu stund
og litla hjartað hennar
hneig í fyrsta blund.
Sveinn Jónsson