Sjómaður dáðadrengur
Hann var sjómaður dáðadrengur
en drabbari eins og gengur.
Hann sigldi í höfn um snæfexta dröfn
þegar síldin sást ekki lengur.
Svo breiðan um herðar og háan
í Hljómskálanum ég sá hann.
Hið kyrrláta kveld lagði kvöldroðans eld
á flóann svo breiðan og bláan.
Nú er skipið hans horfið héðan,
ég hef ekki lengi séð hann.
En knálegir menn þó koma hér enn
- þeir stytta mér stundir á meðan.
Höf.ók. / Ragnar Jóhannesson.