Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Við Reykjavíkurtjörn

Við Reykjavíkurtjörn
á rölti eftir dansleik
ég stúlku leit,
og nú ég veit
að þá fór lífið á stjá.
Þá sælu sumarnótt
sungu regnvot stræti
um hamingjuna sem þar var
rétt innan seilingar.

Í bárujárnshús við Bergþórugötuna
bar ég okkar skrifpúlt, stól og rúm.
Gleði og trú, bjartsýni æsku og von
borgarbarna vegarnesti var.

Ennþá niðr' að tjörn
ég einatt reika á kvöldin.
Og margt ég sá, sem minnti á
það allt sem lifði ég þá.

Þá sælu sumarnótt
sungu regnvot stræti
um hamingjuna sem þar var
rétt innan seilingar.

Og bárujárnshús við Bergþórugötuna
bíða þess að lifna eitt og eitt
af gleði og trú, bjartsýni æsku og von
barna sem að hefja lífið þar.

Gunnar Þórðarson / Davíð Oddsson