Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Lausavísur

Afi minn fór á honum Rauð
eitthvað suður á bæi,
að sækja bæði sykur og brauð
sitt af hvoru tagi.

Afi minn og amma mín
úti á Bakka búa,
þau eru bæði þæg og fín,
þangað vil ég fljúga.

Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann,
þarna siglir einhver inn
ofurlítil duggan.

Einu sinni átti ég hest
ofurlítinn, bleikan,
það var sem mér þótti verst
þegar merin sveik hann.

Einu sinni átti ég hest
ofurlítinn, skjóttan,
Það var sem mér þótti verst
þegar dauðinn sótti hann.

Einu sinn átti ég hest
ofurlítinn, rauðan,
það var sem mér þótti verst
þegar mamma sauð hann.

Sveinbjörn Egilsson o.fl.