Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Kvöld í Moskvu

Eitt sinn einn ég gekk yfir Rauðatorg,
og mér fylgdi undarleg sorg.
Ég var ungur þá, haldinn ungri þrá.
Það var maíkvöld í Moskvuborg.


Seinna sat ég einn grænum garði í,
fuglar sungu dirrindídí.
Ég var ungur þá, haldinn ungri þrá.
Það var maíkvöld í Moskvubý.


Allt í einu ég unga stúlku sá,
sem þar stóð og starði mig á,
bak við rósarunn með sinn rósamunn.
Það var maíkvöld í Moskvu þá.

Erl. lag / Jónas Árnason