Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Vestast í Vesturbænum

:,: Vestast í Vesturbænum
hvar vorsól fegurst skín, :,;
þar er eitt þakherbergi
og þar býr stúlkan mín.
   Létt er því lundin
  lífið bjart og allt er grín
  sól gyllir sundin
  ég syng um ást og vín.

:,: Í minni eigin kompu
á ég dálítið skrín. :,:
Þar geymi ég græna flösku
með guðveig kenndri við Rín.
  Létt er því lundin.........

:,: Er sól er sigin í Ægi
og sólblik hafsins dvín, :,:
fer ég með mína flösku
að finna baugalín.
  Létt er því lundin........

:,: Þau ögra mér hennar augu,
það örvar, mitt Rínarvín. :,:
Svo stytta mér næturstundir
stúlkan - og flaskan mín.
  Létt er því lundin.......

Vestast í Vesturbænum
hvar vorsól fegurst skín,
þar er eitt þakherbergi
og þar í ein baugalín.
  Fegurra fljóði
  fluttirðu aldrei vorljóð þín.
  "Þröstur minn góður,
   það er stúlkan mín."

Erl. lag / Sigurður Þórarinsson