Hafðu samband: 520 4000 snerpa@snerpa.is

Hreðavatnsvalsinn

Úti við svartan sæinn
syng ég mín ástarljóð,
dýrðlegan dans draumum í
dvel ég við forna slóð.
Þú varst minn æskuengill,
ást mín var helguð þér.
Þegar ég hugsa um horfna tíð,
hugurinn reika fer.

Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ.
Sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir bæ.

Við hörpurnar óma
í hamingjuljóma
þá hjörtu okkar börðust ótt,
allt var orðið hljótt,
yfir færðist nótt.

Dreymandi í örmum þér,
alsæll ég gleymdi mér,
unaði fylltist mín sál.
Brostirðu blítt til mín,
blikuðu augu þín
birtu mér huga þíns mál.

Manstu hve gaman,
er sátum við saman
í sumarkvöldsins blæ,
sól var sest við sæ,
svefnhöfgi yfir bæ.

Reynir Geirs / Atli Þormar